Sjálfstyrkingarnámskeið

Námskeiðið er byggt á lausnarmiðaðri hugmyndafræði þar sem áherslan er lögð á styrkleika þátttakenda og hvernig hægt er að nýta hæfileika sína betur. Hver og einn er ráðherra í sínu eigin lífi og getur mótað sína stefnu og aðgerðaráætlun. Hvert námskeið er 3 vikur þar sem þátttakendur mæta 1x í viku en vinna sjálfstætt að heimaverkefnum þess á milli. Námskeiðið kostar 15.000 kr.