Skilnaður, forsjá og umgengni - Viðtal á Rúv

Í dag, mánudaginn 7. desember var í þættinum Fólk og fræði á RÚV viðtal við Sveindísi Jóhannsdóttur, félagsráðgjafa, um skilnað og áhrif þess á foreldra og börn. Rætt er um skilnaðarráðgjöf, forsjá og umgengni. Samkvæmt rannsókn hér á landi telja tæplega helmingur foreldra þörf á ráðgjöf í tengslum við skilnaðarferli. Skortur er á skilnaðarráðgjöf í grunnvelferðarþjónustu á Íslandi. Góð samskipti foreldra eru lykilatriði í velferð barna í kjölfar skilnaðar. Huga þarf að rétti barna til samvista við foreldra sína s.s. í tenglsum við afmæli og hátíðir.

Hér má hlutsa á viðtalið: