Sorg barna og unglinga

Börn og unglingar eru tæplega þriðjungur íslensku þjóðarinnar og líkt og fullorðnir bregðast þau misjafnlega við sorg og missi. Atburðir s.s. skilnaður foreldra eða dauðsfall geta framkallað áfallaviðbrögð hjá börnum og geta viðbrögðin verið margvísleg. Á námskeiðinu verður farið í hvernig best sé að undirbúa börn og unglinga fyrir váleg tíðindi, hver séu algeng viðbrögð barna eftir aldri og einnig verður fjallað um aðlögun barna og unglinga eftir áfall. Hvert námskeið er 3 klst. og kostar 15.000 kr.