Starfsemi

Sveindís Anna Jóhannsdóttir, félagsráðgjafi, er eigandi að Félagsráðgjafanum og stýrir starfseminni. Sveindís stundaði nám í sálfræði og félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands (HÍ). Lauk MA námi í félagsráðgjöf við HÍ og fjallaði rannsókn hennar um sálfélagslega þjónustu, viðhorf og reynslu foreldra í tveimur sveitarfélögum, Akureyri og Hafnarfirði. Stundar viðbótarnám í handleiðslu við HÍ. Sveindís hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustunni Lausn, á Barna- og unglingageðdeild Landspítalns Háskólasjúkrahúss (BUGL), sem skrifstofu- og starfsmannastjóri hjá Rafsmiðjunni ehf., félagsráðgjafi hjá Samvinnu - starfsendurhæfingu á Suðurnesjum og hefur nú um árabil verið í hlutastarfi hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar samhliða eigin rekstri. Sveindis hefur starfað lengi sem starfsþjálfunarkennari við HÍ, veitt álitsgjafir til Tryggingastofnunar Ríkisins og Virk starfsendurhæfingarsjóð, unnið fyrir félagsmálaráðuneyti og sinnt ýmsum sérverkefnum. Sveindís sat um árabil í stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) og var einnig til langs tíma formaður Vísindanefndar félagsins. Sveindís var í ritstjórn fyrir útgáfu bókarinnar Heilbrigði og heildarsýn sem kom út árið 2006 og sat um tíma í ritnefnd Tímarits félagsráðgjafa.  Sveindís var tilnefnd sem félagsráðgjafi ársins 2009 innan FÍ. Einnig hlaut hún 2. verðlaun fyrir viðskiptaáætlun sýna fyrir Félagsráðgjafann ehf. á námskeiði í stofnun fyrirtækja 2009. Sveindís hefur verið virk í Foreldraráði Hafnarfjarðar og var um tíma áheyrnarfulltrúi foreldra í Fræðsluráði Hafnarfjarðar og hefur gengt formennsku hjá Foreldrafélagi Hvaleyrarskóla um árabil ásamt því að sitja í Skólaráði Hvaleyrarskóla. Sat í skólaráði Grunnskólans NÚ í Hafnarfirði veturinn 2016-2017. Sveindís hefur sótt ýmis námskeið til að viðhalda og bæta við sig þekkingu. Helstu námskeiðin eru: The Gottman Institute  -  Hjóna- og parameðferð Michel White – London  -  Fjölskyldumeðferð Endurmenntun HÍ og Geðlæknafélag Íslands  -  Tengslamyndun Geðlæknafélag Íslands  -  Viðtalsmeðferð NFBUI – Noregi  -  Geðheilbrigðismál barna og unglinga Bjarney Kristjánsdóttir og Karl Marinósson  - Narrative theraphy í meðferðarvinnu Miðstöð heilsuverndar barna  -  Leiðbeinendanámskeið Uppeldi sem virknar, færni til framtíðar   Fjölskylda: Sveindis er gift Arnari Sveinssyni og eiga þau þrjú börn.