Betri tengsl

Námskeið fyrir alla þá sem vilja efla færni sína í samskiptum og öðlast betri tengsl. Námskeiðið hentar sérstaklega hjónum/pörum sem vilja bæta tengslin í sambandinu eða samskiptum í fjölskyldu. Námskeiðið byggir á fræðslu, sjálfskoðun og heimavinnu. Hvert námskeið er 2 skipti, 2 klst. í senn. Námskeiðið kostar 20.000 og 25% afsláttur er til hjóna/para.